Sjávarútvegsráðherra hefur gefið út reglugerð um rækjuveiðar í Ísafjarðardjúpi og mega veiðarnar hefjast á morgun. Kvótinn er 1.000 tonn eins og áður hefur komið fram.
Aflamark í rækju í Djúpinu skiptist á 10 báta en þar af uppfylla aðeins sex skilyrði um leyfi til veiðanna. Tveir bátanna eru í krókaaflamarkskerfi og tveir eru ekki gerðir út í Ísafjarðardjúpi sem er skilyrði leyfisveitingar.