„Við erum komin aðeins af stað og erum nokkurn veginn komin með fullmannaða vinnslu út sumarið,“ segir Björk Ingvarsdóttir í fiskvinnslunni Vilja á Hólmavík sem grundvalla mun starfsemi sína á úthlutun 500 tonna sértæks byggðakvóta á ári frá Byggðastofnun næstu sex árin.

Sértæki byggðakvótinn var aðeins til eins árs í fyrstu en hefur nú verið staðfestur til sex ára. Margir aðilar, mest útgerðarmenn á staðnum, eiga aðild að samningnum við Byggðastofnun auk Bjarkar og Péturs Matthíassonar, eiginmanns hennar, sem sjálf voru í

útgerð.

Einhuga útgerðarmenn tóku sig saman

„Þegar þessi auglýsing frá Byggðastofnun kom þá tóku nánast allir útgerðarmenn á svæðinu sig saman um að vilja stuðla að því að þetta aflamark kæmi hingað. Það er ekki mikill kvóti á staðnum hjá útgerðarmönnum,“ segir Björk. Atburðarásin hafi reyndar orðið önnur en þau hjónin hafi reiknað með.

Björk Ingvarsdóttir. Mynd/Aðsend
Björk Ingvarsdóttir. Mynd/Aðsend

„Þetta fór þetta alls konar leiðir sem enduðu með því að við Pétur ákváðum að setja upp fiskvinnslu. Það var alls ekki upphaflega hugmyndin því við höfðum séð fyrir okkur samstarf við aðra sem myndu vinna fiskinn,“ lýsir Björk. Upp hafi komið staða þar sem spurningin var um að hrökkva eða stökkva.

Fjárfestu í vélum og unnu frá morgni til kvölds

„Við hefðum getað hætt við og bakkað út en ákváðum að fara alla leið. Við sjáum ekkert eftir því en þetta er búin að vera gríðarleg vinna frá morgni til kvölds alla daga frá því í byrjun maí.“

Björk og Pétur hafa lagt út í mikla fjárfestingu til að koma vinnslunni í gang í gamla húsnæði rækjuvinnslunnar Hólmadrangs sem hætti starfsemi í fyrrasumar og 21 starfsmaður missti vinnuna.

„Við fjárfestum í tveimur hausurum, tveimur Baadervélum, tveimur roðflettivélum, snyrtilínu og flokkara. Þetta hefur verið þungt en við höfum verið mjög heppin með aðstoð við að koma þessu upp. Það hafa allir iðnaðarmenn svæðisins verið inni á gólfi hjá okkur að hjálpa,“ segir Björk.

Þrjú mætt aftur á gamla vinnustaðinn

Tíu starfsmenn hafa nú þegar verið ráðnir í vinnsluna. Þar af eru þrír fyrrverandi starfsmenn Hólmadrangs. „Við erum heppin að fá starfsfólk sem er með mikla reynslu hér í húsinu,“ segir Björk.

Þess utan segir Björk að ráðnar hafa verið í sumarstarf fjórar ungar stúlkur sem ýmist búi á svæðinu eða eigi þar í hús að venda. Einnig þrjá erlenda starfsmenn sem allir hafi reynslu úr fiskvinnslu á Íslandi og hafi fengið leiguhúsnæði á staðnum. Að hjónunum sjálfum meðtöldum eru starfsmenn Vilja því tólf talsins í dag.

Allt að fimmtán starfsmenn

„Í framtíðinni erum við að vonast til að vera með þrettán til fimmtán manns inni á gólfi í fullmannaðri vinnslu,“ segir Björk sem játar því að þessi sex ára samningur við Byggðastofnun feli í sér afar mikilvæg tíðindi fyrir byggðarlagið.

„Við tókum áhættu og lögðum allt undir og settum upp vinnslu upp á von og óvon með hvort við fengjum þetta til sex ára. Það er komið í höfn og við erum ofsalega glöð.“

Lifnar yfir höfninni

„Það er alltaf gott og gaman að fá eitthvað til fást við,“ segir Þorvaldur Garðar Helgason, hafnarstarfsmaður á Hólmavík, um aukin umsvif sem fylgja hinum 500 tonna byggðakvóta.

„Margrét GK frá Nesfiski er að veiða af þessum kvóta fyrir vinnsluna og landar á hverjum degi. Svo eru tveir heimabátar byrjaðir að veiða fyrir vinnsluna líka. Það eru Hafbjörg ST sem er á handfærum og Sómabáturinn Stormur ST sem er með línu,“ segir Þorvaldur.

Margrét GK landar nú daglega í Hólmavík. Mynd/Jón Halldórsson
Margrét GK landar nú daglega í Hólmavík. Mynd/Jón Halldórsson

„Við erum komin aðeins af stað og erum nokkurn veginn komin með fullmannaða vinnslu út sumarið,“ segir Björk Ingvarsdóttir í fiskvinnslunni Vilja á Hólmavík sem grundvalla mun starfsemi sína á úthlutun 500 tonna sértæks byggðakvóta á ári frá Byggðastofnun næstu sex árin.

Sértæki byggðakvótinn var aðeins til eins árs í fyrstu en hefur nú verið staðfestur til sex ára. Margir aðilar, mest útgerðarmenn á staðnum, eiga aðild að samningnum við Byggðastofnun auk Bjarkar og Péturs Matthíassonar, eiginmanns hennar, sem sjálf voru í

útgerð.

Einhuga útgerðarmenn tóku sig saman

„Þegar þessi auglýsing frá Byggðastofnun kom þá tóku nánast allir útgerðarmenn á svæðinu sig saman um að vilja stuðla að því að þetta aflamark kæmi hingað. Það er ekki mikill kvóti á staðnum hjá útgerðarmönnum,“ segir Björk. Atburðarásin hafi reyndar orðið önnur en þau hjónin hafi reiknað með.

Björk Ingvarsdóttir. Mynd/Aðsend
Björk Ingvarsdóttir. Mynd/Aðsend

„Þetta fór þetta alls konar leiðir sem enduðu með því að við Pétur ákváðum að setja upp fiskvinnslu. Það var alls ekki upphaflega hugmyndin því við höfðum séð fyrir okkur samstarf við aðra sem myndu vinna fiskinn,“ lýsir Björk. Upp hafi komið staða þar sem spurningin var um að hrökkva eða stökkva.

Fjárfestu í vélum og unnu frá morgni til kvölds

„Við hefðum getað hætt við og bakkað út en ákváðum að fara alla leið. Við sjáum ekkert eftir því en þetta er búin að vera gríðarleg vinna frá morgni til kvölds alla daga frá því í byrjun maí.“

Björk og Pétur hafa lagt út í mikla fjárfestingu til að koma vinnslunni í gang í gamla húsnæði rækjuvinnslunnar Hólmadrangs sem hætti starfsemi í fyrrasumar og 21 starfsmaður missti vinnuna.

„Við fjárfestum í tveimur hausurum, tveimur Baadervélum, tveimur roðflettivélum, snyrtilínu og flokkara. Þetta hefur verið þungt en við höfum verið mjög heppin með aðstoð við að koma þessu upp. Það hafa allir iðnaðarmenn svæðisins verið inni á gólfi hjá okkur að hjálpa,“ segir Björk.

Þrjú mætt aftur á gamla vinnustaðinn

Tíu starfsmenn hafa nú þegar verið ráðnir í vinnsluna. Þar af eru þrír fyrrverandi starfsmenn Hólmadrangs. „Við erum heppin að fá starfsfólk sem er með mikla reynslu hér í húsinu,“ segir Björk.

Þess utan segir Björk að ráðnar hafa verið í sumarstarf fjórar ungar stúlkur sem ýmist búi á svæðinu eða eigi þar í hús að venda. Einnig þrjá erlenda starfsmenn sem allir hafi reynslu úr fiskvinnslu á Íslandi og hafi fengið leiguhúsnæði á staðnum. Að hjónunum sjálfum meðtöldum eru starfsmenn Vilja því tólf talsins í dag.

Allt að fimmtán starfsmenn

„Í framtíðinni erum við að vonast til að vera með þrettán til fimmtán manns inni á gólfi í fullmannaðri vinnslu,“ segir Björk sem játar því að þessi sex ára samningur við Byggðastofnun feli í sér afar mikilvæg tíðindi fyrir byggðarlagið.

„Við tókum áhættu og lögðum allt undir og settum upp vinnslu upp á von og óvon með hvort við fengjum þetta til sex ára. Það er komið í höfn og við erum ofsalega glöð.“

Lifnar yfir höfninni

„Það er alltaf gott og gaman að fá eitthvað til fást við,“ segir Þorvaldur Garðar Helgason, hafnarstarfsmaður á Hólmavík, um aukin umsvif sem fylgja hinum 500 tonna byggðakvóta.

„Margrét GK frá Nesfiski er að veiða af þessum kvóta fyrir vinnsluna og landar á hverjum degi. Svo eru tveir heimabátar byrjaðir að veiða fyrir vinnsluna líka. Það eru Hafbjörg ST sem er á handfærum og Sómabáturinn Stormur ST sem er með línu,“ segir Þorvaldur.

Margrét GK landar nú daglega í Hólmavík. Mynd/Jón Halldórsson
Margrét GK landar nú daglega í Hólmavík. Mynd/Jón Halldórsson