Á vefnum aflafrettir.is er að finna frétt um aflabrögð hjá norskum bátum.
Einn þeirra báta sem þar kemur við sögu er kannski ekki sá fallegasti í flotanum. Hann heitir Margareth og er 15 metra langur og 6 metrar á breidd! Sneitt hefur verið framan af stefni bátsins. Væntanlega hefur hann verið sérsmíðaður inn í smábátakerfið í Noregi. Hann lítur út eins og lítill skuttogari sem hefur verið þjappað saman í pressu.
„Þessi vægast sagt svo mjög skrýtni bátur hefur landað 29 tonnum í 4 róðrum og mest 9,7 tonn í einni löndun,“ segir á aflafrettir.is