Ný gerð neðansjávarmyndavélar frá færeyska fyrirtækinu JT Electric‘s hlaut verðlaunin Framúrskarandi alþjóðlegur framleiðandi – veiðar (lítil fyrirtæki) á Sjávarútvegssýningunni í síðustu viku.
Búnaðurinn fylgist með trolli og umhverfi þess og sendir myndir á rauntíma upp í brú. Ennfremur safnar hann gögnum sem hjálpa skipstjórnendum að greina niðurstöður úr síðasta togi.
Búnaðurinn kallast TrawlCamera og er markaðssettur í samstarfi við færeyska fyrirtækið Vónin. Búnaðurinn er sagður auka verulega skilvirkni í veiðum og geta dregið úr olíunotkun í togi um allt að 30%.
Sjá nánar í Fiskifréttum.