Útgerðarfyrirtækið Skinney-Þinganes á Höfn í Hornafirði hefur samið um smíði á nýju uppsjávarskipi við skipasmíðafyrirtækið Karstensens Skibsværft A/S í Skagen, Danmörku.
Frá þessu er greint
á heimasíðu fyrirtækisins
en lengd skipsins verður 75,40 metrar, breiddin 16,50 metrar.
Skipið er hannað til að djúpristan sé sem minnst eða um 6,50 metrar, og má reikna með að það komi til vegna sérstöðu við innsiglinguna á staðnum.
Lestarrými skipsins verður um 2400 rúmmetrar.
Áætluð afhending skipsins er í apríl 2024.
Fyrirtækið gerir nú út tvö uppsjávarskip, Ásgrím Halldórsson SF og Jónu Eðvalds SF, en auk þess fjögur togveiðiskip og einn línubát.