Nú verið að undirbúa afar áhugavert verkefni sem lýtur að því að kanna áhrif virkjananna á Suðurlandi á ferskvatnsflæði inn á Selvogsbanka sem er mikilvægasta hrygningarstöðin við Ísland. Þetta kemur fram í viðtali við dr. Guðrúnu Marteinsdóttur fiskifræðing og prófessor við Háskóla Íslands í páskablaði Fiskifrétta.

,,Áhuginn á Selvogsbankanum stafar af því að hann hýsir eiginlega alla fiskistofna okkar,” segir Guðrún. ,,Þeir koma nær allir þangað inn til hrygningar. Kannski er þetta verðmætasta svæðið á Íslandi, miklu verðmætara en orkusvæðin. Menn spyrja sig, hvaða afleiðingar hefði það ef eitthvað slæmt kæmi fyrir þetta svæði? Það er því áhugi á því að gera eins konar umhverfisúttekt á Selvogsbankanum og reyna að leggja mat á gildi svæðisins sem náttúrufyrirbæris um leið og leitast verður við að skilja það sem þar á sér stað,“ segir Guðrún.

Uppi hafa verið getgátur um að slök nýliðun í þorskstofninn síðustu áratugina kunni að stafa að einhverju leyti af breyttu ferskvatnsrennsli úr ánum á Suðurlandi í kjölfar byggingar virkjananna. Engar sannanir eru fyrir slíku en nýtt straumalíkan sem þróað hefur verið gæti orðið hjálplegt við að komast nær sannleikanum um þetta.

Sjá nánar ítarlegt viðtal við Guðrúnu í páskablaði Fiskifrétta.

Nú verið að undirbúa afar áhugavert verkefni sem lýtur að því að kanna áhrif virkjananna á Suðurlandi á ferskvatnsflæði inn á Selvogsbanka sem er mikilvægasta hrygningarstöðin við Ísland. Þetta kemur fram í viðtali við dr. Guðrúnu Marteinsdóttur fiskifræðing og prófessor við Háskóla Íslands í páskablaði Fiskifrétta.

,,Áhuginn á Selvogsbankanum stafar af því að hann hýsir eiginlega alla fiskistofna okkar,” segir Guðrún. ,,Þeir koma nær allir þangað inn til hrygningar. Kannski er þetta verðmætasta svæðið á Íslandi, miklu verðmætara en orkusvæðin. Menn spyrja sig, hvaða afleiðingar hefði það ef eitthvað slæmt kæmi fyrir þetta svæði? Það er því áhugi á því að gera eins konar umhverfisúttekt á Selvogsbankanum og reyna að leggja mat á gildi svæðisins sem náttúrufyrirbæris um leið og leitast verður við að skilja það sem þar á sér stað,“ segir Guðrún.

Uppi hafa verið getgátur um að slök nýliðun í þorskstofninn síðustu áratugina kunni að stafa að einhverju leyti af breyttu ferskvatnsrennsli úr ánum á Suðurlandi í kjölfar byggingar virkjananna. Engar sannanir eru fyrir slíku en nýtt straumalíkan sem þróað hefur verið gæti orðið hjálplegt við að komast nær sannleikanum um þetta.

Sjá nánar ítarlegt viðtal við Guðrúnu í páskablaði Fiskifrétta.