Selir leita víða fanga í ætisleit. Náðst hafa neðansjávarmyndir af sel sem kemur inn í rækjutroll rétt framan við skilju og tínir upp í sig fisk sem þar stöðvast. Myndbandið er á vef færeyska veiðarfærafyrirtækisins Vónin og er sagt hafa verið tekið í trolli grænlensks rækjutogara á næstum 400 metra dýpi.
Sjá HÉR