Ársvelta Icelandic Group nemur um 100 milljörðum króna. Bretland er langstærsta markaðsland fyrirtækisins með um það bil helming heildarsölunnar eða jafnvirði um 50 milljarða íslenskra króna.

Starfsemin var áður í þremur aðskildum fyrirtækjum en hefur nú verið sameinuð í eitt fyrirtæki, Iceland Seachill. Hlutdeild þess á breska sjávarvörumarkaðinum er 15%, en í kældum fiskafurðum er fyrirtækið stærst með 48% markaðarins af tilbúnum réttum og hefur vörulína fyrirtækisins, Saucy Fish, algjörlega slegið í gegn eins og alkunna er. Þá  er fyrirtækið með 40% markaðshlutdeild í kældum hjúpuðum fiski.

Þetta kom fram á markaðsráðstefnu Icelandic Group á dögunum.

Sjá nánar í nýjustu Fiskifréttum.