Ofveiði hefur löngum verið vandamál í breskri lögsögu en dregið hefur úr henni á síðustu árum. Þess í stað hefur afrán sela aukist stórlega og samkvæmt nýlegri skýrslu Matvælastofnunar Sameinuðu þjóðanna, FAO, er talið að selir éti allt að 40% af þorskstofninum í Skotlandi.
Í skýrslunni kemur fram að veiðar eru helmingi minni en þegar þær voru mestar.