Sala á uppsjávarfiski í Noregi í gegnum síldarsamlagið (Norges Sildesalgslag) nam 9,3 milljörðum norskra króna á árinu 2016 (126 milljarðar ISK) og magnið sem fór í gegnum sölukerfið var 1,2 milljónir tonna. Meðalverð hefur aldrei verið hærra en á síðasta ári. Þetta kemur fram á vef síldarsamlagsins.
Um 770 þúsund tonnum var landað til manneldisvinnslu að verðmæti 6,6 milljarðar króna (um 90 milljarðar ISK). Um 247 þúsund tonn fóru í mjölvinnslu að verðmæti 1,3 milljarðar (tæpir 18 milljarðar ISK), erlend skip lönduðu um 184 þúsund tonnum að verðmæti 1,4 milljarðar (um 19 milljarðar ISK).
Meðalverðið á síld hækkað mest og á tveimur árum frá 2014 til 2016 nam hækkunin 50%. Meðalverðið á makríl hækkaði um 21% frá árinu áður.