Guðmundur Kristjánsson, forstjóri Brims hf., segir að ástæða þess að Þerney RE var seld til Grænlands sé reglugerð um bann við botnvörpuveiðum út af Norðvesturlandi frá því í október sem miðar að því að draga úr líkum á meðafla djúpkarfa. Hann segir í samtali við mbl.is að bannið hafi komið á óvart og sé helsta ástæða þess að selja þurfti skipið.

Brim keypti síðastliðið vor grænlenska frystitogarann Tuukkaq. Við það fékk skipið nafnið Þerney RE og stóð til að gera út á óhefðbundnar tegundir. Skipið hefur nú verið selt til Grænlands og heitir nú Tasermiut.