Heildarálagning vegna ólögmæts sjávarafla nam tæpum 30 milljónum króna á síðasta ári; 18,8 milljónum vegna veiða umfram aflaheimildir og tæpum 11 milljónum vegna strandveiða, að því er fram kemur í starfsskýrslu Fiskistofu fyrir árið 2010.
Fiskistofa leggur á gjald vegna ólögmæts sjávarafla og annast innheimtu gjaldsins. Andvirðið rennur í Verkefnasjóð sjávarútvegsins. Ólögmætur sjávarafli er m.a. afli sem veiddur er án þess að viðkomandi skip hafi tilskildar aflaheimildir.
Álagningum vegna ólögmæts sjávarafla fækkaði nokkuð frá fyrra ári en heildarfjárhæð álagðs gjalds var aftur á móti hærri en árið áður. Tiltölulega fá brot eru á bak við stærstan hluta álagningarinnar.
Gjaldið var lagt á 62 aðila á árinu 2010 en árið 2009 fengu 79 aðilar álagningu. Af þeim 13,2 milljónum króna sem lagðar voru á 2009 höfðu tæpar 6 milljónir króna innheimts.