Í nýrri skýrslu sem gefin er út á vegum bresku ríkisstjórnarinnar segir að sameiginleg sjávarútvegsstefna Evrópusambandsins hafi brugðist. Þó er skýrt tekið fram í skýrslunni að þetta sé ekki endilega afstaða ríkisstjórnarinnar heldur fremur almenn afstaða hagsmunaaðila.

Í skýrslunni segir að ESB hafi ekki tekist að viðhalda fiskistofnunum. Þá kemur fram í henni að það geti haft umtalsverð áhrif til framtíðar ef breski Íhaldsflokkurinn vinnur næstu þingkosningar því David Cameron, forsætisráðherra Bretlands, hefur sagt að hann vilji að Bretland taki yfir stjórnun á mörgum sviðum sem nú heyra undir ESB, þar á meðal er talið að stjórnun sjávarútvegsmála sé þeirra á meðal.

Í skýrslunni er bent á að breska ríkisstjórnin hefur í mörg ár farið fram á grundvallar uppstokkun á sameiginlegri sjávarútvegsstefnu ESB.

Sjá nánar á www.fishupdate.com.