Aflaheimildir á Vestfjörðum skerðast um 3.700 þorskígildistonn og um 100 störf munu tapast við veiðar og vinnslu ef Alþingi samþykkir lög um breytingar á fiskveiðistjórnarkerfinu og þau komast að fullu til framkvæmda.

Þetta kemur fram í  í yfirlýsingu sem Útvegsmannafélag Vestfjarða hefur sent frá sér.

Í yfirlýsingunni segir einnig: „Kaldar kveðjur og nístandi óvissa er sendingin úr stjórnarráðinu fyrir sunnan í tilefni sjómannadagsins og með fylgja loforð um að lögfesta bæði fækkun starfsfólks og kjaraskerðingu í sjávarútvegi. Þetta er dapurlegt og sannarlega allt annað en atvinnulíf og launafólk á Vestfjörðum þarf á að halda á erfiðum tímum."

Yfirlýsinguna í heild má sjá á vef LÍÚ .