Gunnar Davíðsson, deildarstjóri í auðlindadeild Tromsfylki í Noregi, segir skaðleg áhrif eldislaxa á villta laxa ekki hafa verið sönnuð með rannsóknum.
Þetta er haft eftir Gunnari í jólablaði Fiskifrétta.

„Erfðablöndun er mæld árlega í flestum ám hér og er hún á niðurleið, enda sleppingar minnkað mikið undanfarin ár og áratugi. En í einhverjum ám er hún yfir mörkum, og það þarf að gæta að því að búnaður sé góður og viðhald gott svo ekki verði sleppingar sem gætu haft neikvæðar afleiðingar á villta stofna,“ segir Gunnar.

Vonir um ófrjóan eldislax innan nokkurra ára

Sífellt sé verið að þróa betri búnað og Gunnar segir að eins standi vonir til að hægt verði að rækta ófrjóan lax innan nokkurra ára, sem hugsanlega gæti leyst þetta vandamál til frambúðar.

„Það hefur hins vegar hvergi verið sannað með vísindarannsóknum að strok eldislaxa hafi haft varanleg, skaðleg áhrif á villta stofna, en öðru máli gegnir um áhrif ofveiði og virkjanir sem hafa útrýmt villtum stofnum víða,“ segir Gunnar í jólablaði Fiskifrétta.

Gunnar Davíðsson, deildarstjóri í auðlindadeild Tromsfylki í Noregi, segir skaðleg áhrif eldislaxa á villta laxa ekki hafa verið sönnuð með rannsóknum.
Þetta er haft eftir Gunnari í jólablaði Fiskifrétta.

„Erfðablöndun er mæld árlega í flestum ám hér og er hún á niðurleið, enda sleppingar minnkað mikið undanfarin ár og áratugi. En í einhverjum ám er hún yfir mörkum, og það þarf að gæta að því að búnaður sé góður og viðhald gott svo ekki verði sleppingar sem gætu haft neikvæðar afleiðingar á villta stofna,“ segir Gunnar.

Vonir um ófrjóan eldislax innan nokkurra ára

Sífellt sé verið að þróa betri búnað og Gunnar segir að eins standi vonir til að hægt verði að rækta ófrjóan lax innan nokkurra ára, sem hugsanlega gæti leyst þetta vandamál til frambúðar.

„Það hefur hins vegar hvergi verið sannað með vísindarannsóknum að strok eldislaxa hafi haft varanleg, skaðleg áhrif á villta stofna, en öðru máli gegnir um áhrif ofveiði og virkjanir sem hafa útrýmt villtum stofnum víða,“ segir Gunnar í jólablaði Fiskifrétta.