Fiskeldi og þó sérstaklega sjókvíaeldi hefur verið í stífum mótbyr á Íslandi undanfarið í kjölfar ýmissa óhappa eins og lúsarpestar og sleppifiska sem ganga í laxveiðiár og hrygna þar.

Að sögn Gunnars Davíðsson, sjávarútvegsfræðings og deildarstjóra í auðlindadeild Tromsfylkis, hefur villtur lax í Noregi lítið eða ekki orðið fyrir áföllum vegna eldis. Bæði virkjanir og ofveiði í ám og sjó hafi valdið villtum stofnum miklu meiri skaða en eldið.

Ítarlegt viðtal er við Gunnar í jólablaði Fiskifrétta.

„Norðmenn eru með lengri sögu þessarar greinar, eldislaxinn er á allra borðum og mikil sala og neysla innanlands, um sjö kíló á mann á ári,“ svarar Gunnar spurður um afstöðu almennings í Noregi gagnvart fiskeldinu.

Sjá sér hag í öflugum atvinnuvegi

„En mér sýnist áróðursmaskína stangveiðimanna, auðmanna og áreigenda á Íslandi öflugri. Hún fær miklu meira pláss í fjölmiðlum en efni standa til. En almennt sjá Norðmenn sér hag í að hafa öflugan atvinnuveg sem skapar störf og verðmæti út um strandir landsins. Á Íslandi er mikill meirihluti landsmanna „á mölinni“ og finnst lítið mark vera takandi á landsbyggðarfólki. En umræðan er kannski heldur betur upplýst hérna, menn sjá fleiri hliðar á málunum þó auðvitað séu líka til dæmi um annað,“ segir Gunnar.

Nánar er rætt við Gunnar í jólablaði Fiskifrétta.

Fiskeldi og þó sérstaklega sjókvíaeldi hefur verið í stífum mótbyr á Íslandi undanfarið í kjölfar ýmissa óhappa eins og lúsarpestar og sleppifiska sem ganga í laxveiðiár og hrygna þar.

Að sögn Gunnars Davíðsson, sjávarútvegsfræðings og deildarstjóra í auðlindadeild Tromsfylkis, hefur villtur lax í Noregi lítið eða ekki orðið fyrir áföllum vegna eldis. Bæði virkjanir og ofveiði í ám og sjó hafi valdið villtum stofnum miklu meiri skaða en eldið.

Ítarlegt viðtal er við Gunnar í jólablaði Fiskifrétta.

„Norðmenn eru með lengri sögu þessarar greinar, eldislaxinn er á allra borðum og mikil sala og neysla innanlands, um sjö kíló á mann á ári,“ svarar Gunnar spurður um afstöðu almennings í Noregi gagnvart fiskeldinu.

Sjá sér hag í öflugum atvinnuvegi

„En mér sýnist áróðursmaskína stangveiðimanna, auðmanna og áreigenda á Íslandi öflugri. Hún fær miklu meira pláss í fjölmiðlum en efni standa til. En almennt sjá Norðmenn sér hag í að hafa öflugan atvinnuveg sem skapar störf og verðmæti út um strandir landsins. Á Íslandi er mikill meirihluti landsmanna „á mölinni“ og finnst lítið mark vera takandi á landsbyggðarfólki. En umræðan er kannski heldur betur upplýst hérna, menn sjá fleiri hliðar á málunum þó auðvitað séu líka til dæmi um annað,“ segir Gunnar.

Nánar er rætt við Gunnar í jólablaði Fiskifrétta.