Sjávarútvegsrisinn Sealord á Nýja-Sjálandi hefur gert samning við Simek skipasmíðastöðina í Flekkefjord í Noregi um smíði á 82,9 metra löngum frystitogara sem hannaður er hjá Skipsteknisk í Noregi.
Þetta er fyrsta nýsmíði fyrirtækisins í meira en 20 ár. Skipið verður afhent verður árið 2018, að því er fram kemur á vefnum World Fishing.