Sala á íslenskum sjávarafurðum til Kína nemur 5-6 milljörðum króna á ári. Sé miðað við að 10% tollur falli af íslenskum sjávarafurðum í takt við fríverslunarsamning Kína og Íslands gefur þetta framleiðendum svigrúm upp á 500-600 milljónir króna á ári.

Birgir Stefánsson, forstjóri IS Seafood í Kína, segir tækifæri til að stórauka sölu á íslenskum sjávarafurðum í Kína en þörf sé á miklu markaðsstarfi. Hann segir að með sama hætti gæti svigrúm framleiðenda orðið 2-3 milljarðar króna á ári vaxi útflutningur til Kína og verði að verðmæti 20-30 milljarðar króna á ári.

IS Seafood er í góðu samstarfi við Ramma um sölu á sjávarafurðum í Kína. Þegar fríverslunarsamningur Kína og Íslands var undirritaður 1. júlí síðastliðinn var gengið formlega frá samningi IS Seafood, Ramma og kínverska fisksölurisans Shengzen Agricultural Product Ltd and Beijing Er Shan Group um viðskipti á sjávarafurðum milli þessara aðila.

Sjá nánar í Fiskifréttum.