Sea Shephard samtökin keyptu á uppboði síðastliðinn vetur tvo hraðskreiða gæslubáta sem áður voru í eigu bandarísku strandgæslunnar. Talið er að ætlunin sé að nota þá til þess að trufla hvalveiðar Íslendinga, Norðmanna og Færeyinga í sumar. Bátarnir eru 34 metra langir og er ganghraði þeirra rúmlega 30 hnútar.
Frá þessu er skýrt á norska vefmiðlinum Kystmagasinet, en Sea Shepherd hefur ekkert viljað tjá sig um málið. Þrjú skip samtakanna, Bob Barker, Sam Simon og Brigitte Bardot, liggja nú við festar í Þýskalandi en gert er ráð fyrir að þau muni taka þátt í aðgerðunum á Norður-Atlantshafi í sumar ásamt hraðbátunum tveimur og vera að einhverju leyti móðurskip þeirra.
Nánar er fjallað um málið á Kystmagasinet.no