Úthlutað hefur verið viðbótaraflaheimildum í makríl til handfæraveiða vegna umsókna sem bárust í síðustu viku. Alls barst 21 umsókn og voru 17 samþykktar. Öðrum umsóknum var hafnað þar sem skip uppfylltu ekki kröfu um veiðiskyldu, stærðarmörk eða greiðslu.
Alls er heimilt að úthluta 2.000 tonnum í viðbót við áður útgefinn kvóta og því eru 1.660 tonn eftir í pottinum sem verða til sölu í næstu viku.
Á vef Fiskistofu er birtur listi yfir þá báta sem fengu úthlutun að þessu sinni.