Grásleppuveiði í Noregi, rétt eins og á Íslandi, er mun lakari en í fyrra. Í frétt í sjávarútvegsblaðinu Fiskeribladet/Fiskaren segir að aflinn það sem er vertíðinni sé aðeins þriðjungur þess sem hann var á sama tíma í fyrra.

Um 70 bátar hafa landað afla í Norður-Noregi í ár samanborið við 100 báta á sama tíma í fyrra en alls fóru um 300 bátar í heild á grásleppu þar í landi á síðustu vertíð. Veiðarnar fara aðallega fram í Vesterålen/Lofóten en teygja sig svo norður með ströndinni.