Sandsílaveiðar í Norðursjó mega hefjast í dag, 15. apríl. Norðmenn mega veiða 40 þúsund tonn. Þetta kemur fram á vef norska síldarsamlagsins.
Á síðasta ári máttu Norðmenn veiða 100 þúsund tonn af sandsíli þannig að kvótinn í ár er verulega minni.
Kvóti Dana er einnig skorinn hressilega niður, hann er um 13 þúsund tonn í ár og aðeins tíundi hluti þess sem dönsk skip hafa mátt veiða undanfarin ár.