Sandsílaveiðar norskra skipa hófust á laugardaginn. Tvö skip hófu veiðarnar og veiddu bæði í lögsögu ESB og í norsku lögsögunni. Fleiri skip eru nú komin á veiðar, að því er fram kemur á vef samtaka norskra útvegsmanna.
Norsk skip mega veiða 60 þúsund tonn af sandsíli í norsku lögsögunni í ár og 20 þúsund tonn af ESB kvóta.
Heildarkvóti fyrir ESB-ríkin, sem Alþjóðahafrannsóknaráðið ákveður, er 360 þúsund tonn en dönsk skip mega veiða 334 þúsund tonn.
Á síðasta árið veiddu norsk skip um 78 þúsund tonn af sandsíli. Meðalverðið var 1,97 norskar krónur á kíló eða tæpar 42 krónur íslenskar.