Það er létt brúnin á dönskum uppsjávarveiðimönnum því sandsílakvóti danskra skipa hefur verið aukinn úr 82.000 tonnum í fyrra í 458.000 tonn í ár. Aukningin er næstum sexföld. Þetta er stærsti sandsílakvóti sem gefinn hefur verið út frá árinu 2005.
Samkvæmt frétt á vefnum fiskeriforum.dk er þess vænst að meðalverðið á sandsíli á vertíðinni verði 1,30 danskar krónur kílóið eða jafnvirði rúmlega 21 krónu íslenskrar. Samkvæmt því leggur allur aflinn sig á tæplega 9,8 milljarða íslenskra króna.
Sandsílið er bræðslufiskur. Danir eru handhafar 94% heildarkvótans.