Íslendingar hafa stundað fiskveiðar vítt um heiminn en fáir hafa komist eins langt frá Íslandsströndum og Daníel Guðbjartsson. Hann var á árinu 2012 skipstjóri á báti sem veiddi svokallaðan froskakrabba í hlýviðrinu úti fyrir austurströnd Ástralíu.
Daníel segir frá þessum veiðum í viðtali í jólablaði Fiskifrétta. Froskakrabbinn var þar til fyrir tiltölulega skömmu lítið veiddur, en með þróunarvinnu og góðri markaðssetningu hefur hann orðið að eftirsóttri rándýrri hágæðavöru. Hlutur bátsins var um 500 krónur fyrir kílóið af krabba en kílóið af krabbakjöti seldist á um 110 dollara á markaði, tæpar 13.500 krónur. Útgerðin sem Daníel starfaði hjá gerir út þrjá báta til veiðanna og veiddu þeir nálægt 150 tonnum hver á ári.
© Aðsend mynd (AÐSEND)
Sjá nánar um froskakrabbaveiðarnar í jólablaði Fiskifrétta.