Sjávarútvegsráðherra hefur aukið kvóta í sandkola um 400 tonn, að því er fram kemur á vef Fiskistofu. Hér er um 80% aukningu á kvótanum að ræða.
Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytið gaf í gær út reglugerð þar sem fram kemur að heimilaður heildarafli í sandkola skuli vera 900 lestir. Fiskistofa hefur úthlutað þessu magni að frádregnum 500 lestum sem úthlutað var um fiskveiðiáramót. Einnig dragast frá 4,6 lestir vegna 1,33% skerðingar fyrir sérúthlutanir.
Þess má geta að veiðar á sandkola hafa verið hlutfallslega miklar að undanförnu og til marks um það þá höfðu veiðst um 60% af aflamarki fiskveiðiársins áður en kvótinn var aukinn.