Út er komið ritið Sjávarklasinn á Íslandi: Efnahagsleg umsvif og afkoma 2014. Þetta er fimmta árið í röð sem Íslenski sjávarklasinn tekur saman helstu tölur og staðreyndir um þróun sjávarútvegsins og helstu hliðargreina hans. Sjá má skýrsluna HÉR .
Meðal þess sem fram kemur í ritinu er:
• Heildarvelta tæknifyrirtækja í sjávarklasanum á Íslandi jókst um 11% að raunvirði á árinu 2014. Þetta er fjórða árið í röð sem .
• Fjárfest hefur verið í 12 nýjum öflugum fiskiskipum fyrir um 35 milljarðar króna á síðustu misserum.
• Samþjöppun fiskvinnslunnar hélt áfram á árinu 2014. Bolfiskvinnslan safnast fyrir á sunnanverðum Faxaflóa og við Reykjanes. Um helmingur botnfiskaflans sem á annað borð kemur til vinnslu í landi er nú unninn í minna en einnar klukkustunda akstursfjarlægð frá Keflavíkurflugvelli og Sundahöfn.
• Mikil fjárfestingabylgja stendur yfir í fiskeldi hér á landi. Erlend fjárfesting leitar í greinina í meira mæli en áður.
• Útflutningur á ferskum flökum og bitum hefur vaxið mikið frá Íslandi frá árinu 2008. Ferskar þorskafurðir eru þar fyrirferðamestar en hlutur þeirra í útflutningstekjum þorskafurða jókst úr 10% í 30% milli áranna 2007 og 2014.
• Áframhaldandi gróska er í líftækni og nýsköpun í sjávarklasanum á Íslandi og endurspeglast það í fjölda nýstofnaðra fyrirtækja á þessu sviði, nýjum vörum og fjárfestingaráformum. Alls 10-12 fyrirtæki á þessu sviði eru í virkri starfsemi og hleypur verðmæti þeirra á milljörðum íslenskra króna.