Nú liggja fyrir tölur um aðsókn að Íslensku sjávarútvegssýningunni 2014 sem haldin var í Kópavogi á dögunum.
Samkvæmt þeim upplýsingum sem Fiskifréttir fengu hjá skipuleggjendum sýningarinnar sóttu hana samtals 15.219 manns frá 54 löndum.
Gestir á síðustu sýningu voru um 13.500 þannig að fjölgun milli sýninga nemur um 12%.