Samskip hafa keypt nýtt flutningarskip sem hlotið hefur nafnið Akrafell, frá þessu er greint á vef Viðskiptablaðsins. Skipinu er ætlað að sinna Evrópusiglingum.
Skipið er 99,9 metra langt, 18,6 metra breitt og ber um 500 gámaeiningar. Tveir gámakranar eru um borð og eru báðir með 40 tonna lyftigetu. Sjá nánar á vb.is .