Enn er ósamið í makríldeilunni. Síðasta samningafundi, sem stóð í þrjá daga, lauk í London í gær án samkomulags.
Samningar um síld og kolmunna voru einnig til umræðu en þar náðist heldur ekki niðurstaða.
Á vef samtaka norskra útvegsmanna segir að viðræðunum verði haldið áfram en hvar og hvenær sé ekki ákveðið.