Sjávarútvegsfyrirtækið G.RUN í Grundarfirði og KAPP ehf undirrituðu á sjávarútvegssýningunni í dag samning um ísframleiðslubúnað og sjálfvirkt dreifikerfi til að viðhalda lágu hitastigi á hráefninu í gegnum framleiðsluferlið.

Í tilkynningu segir Guðmundur Smári Guðmundsson framkvæmdastjóri G.RUN mun að búnaðurinn verði settur upp í fiskvinnsluna í Grundarfirði sem er sú nýjasta á landinu og ein fullkomnasta í Evrópu.  Um nýjan ísframleiðslubúnað sé að ræða þar sem ákveðnu magni af ís er dreift inn á framleiðslulínuna til að tryggja að hitastig hráefnisins haldist stöðugt.

Haft er eftir Frey Friðrikssyni, eiganda KAPP ehf, að samningurinn innihaldi ekki bara ísframleiðslubúnaðinn, snígilbúnaðinn og dreifikerfið, heldur sé búnaðurinn líka þannig framleiddur og uppsettur að varminn sem myndast við framleiðslu á ísnum er nýttur til upphitunar á ákveðnum hluta fiskvinnslu hússins, sem er nýjung.