Velta Samherja, langstærsta sjávarútvegsfyrirtækis Íslendinga, nam tæplega 68 milljörðum króna á árinu 2010, samkvæmt úttekt tímaritsins Frjálsrar verslunar. Sérstaða Samherja sést best á því að næststærsta fyrirtækið, HB Grandi, velti ,,aðeins” 23 milljörðum króna eða sem nam þriðjungi af veltu Samherja.

Fjögur önnur sjávarútvegsfyrirtæki veltu 10 milljörðum eða meira á árinu 2010. Þau voru Ísfélag Vestmannaeyja (15,5 milljarðar), Síldarvinnslan (14,7 milljarðar), Vinnslustöðin (13,2 milljarðar) og Brim (11,4 milljarðar.

Ítarlegar upplýsingar um rekstur þrjátíu stærstu sjávarútvegsfyrirtækjanna er að finna í nýútkomnu tölublaði Frjálsrar verslunar.