Samherji og Síldarvinnslan hafa fengið MSC-vottun fyrir veiðar og vinnslu á norsk-íslenskri síld og íslenskri sumargotssíld. Vottunin nær til sex uppsjávarskipa og eins vinnsluskips, að því er segir í frétt um málið á sjávarútvegsvefnum Seafoodsource.com.
Þar segior að um sé að ræða veiðar á samtals 91.000 tonnum úr báðum stofnum, sem geri 25% af heildarkvótanum í íslensku síldinni og 29% af kvóta Íslendinga í þeirri norsk-íslensku.
Haft er eftir Gunnþóri Ingvasyni framkvæmdastjóra Síldarvinnslunnar að þetta sé merkur áfangi fyrir íslenskan síldariðnað enda hafi nú fengist vottun fyrir bæði veiðar og vinnslu síldarinnar.