Samherji hf. hlýtur Viðskiptaverðlaun Viðskiptablaðsins árið 2011. Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, og Kristján Vilhelmsson, útgerðarstjóri, veittu verðlaununum viðtöku við athöfn milli jóla og nýárs úr hendi Árna Páls Árnasonar efnahags- og viðskiptaráðherra.

Samherji er í dag alþjóðlegt sjávarútvegs- og matvælaframleiðslufyrirtæki og hefur þá sérstöðu að vera með stærri hluta af umsvifum sínum utan Íslands. Þá hafa síðustu tvö ár verið Samherja sérstaklega hagfelld og fjárfestingar félagsins í Frakklandi, á Spáni og í Kanada hafa þegar skilað félaginu tekjum. Samherji hefur einnig aukið bein umsvif sín hér á landi, nú síðast með kaupum á Útgerðarfélagi Akureyrar.

Sjá nánar á vef Viðskiptablaðsins .