Rekstrartekjur Samherja og dótturfélaga voru tæpir 90 milljarðar króna árið 2013 eins og árið áður. Hagnaður fyrir afskriftir og fjármagnsliði nam 25,4 milljörðum króna, samanborið við 21,7 milljarða árið á undan. Hagnaður fyrir tekjuskatt nam 25,5 milljörðum og að teknu tilliti til tekjuskatts var hagnaður ársins 21,9 milljarðar króna. Þetta er fimmta árið í röð sem allar afkomueiningar samstæðunnar skila hagnaði.

Fram kemur í frétt á vef Samherja að fjárfest hafi verið fyrir 5,1 milljarð á árinu og var stærsta fjárfestingin kaup félagsins á línuskipinu Önnu EA.

Hagnaður af sölu eigna nam  8,1 milljarðar króna, mest vegna sölu fimm skipa og annarra eigna sem tengdust útgerð við strendur Afríku.  Hagnaður af sölu þessara eigna nam 7,7 milljörðum fyrir tekjuskatt og hefur  hann veruleg áhrif á heildarafkomu félagsins.

Sjá nánar fréttatilkynningu á vef Samherja.