Samherji hf. greiðir starfsfólki sínu í landi 378 þúsund króna launauppbót nú í desember, til viðbótar umsaminni 50 þúsund króna desemberuppbót.

Samherji greiddi aukalega 72 þúsund krónur í orlofsuppbót til starfsmanna í maí og greiðir því 450 þúsund krónur á hvern starfsmann umfram kjarasamninga á árinu. Starfsmenn sem njóta þessarar launauppbótar nú eru tæplega 500 talsins.

Þetta kemur fram á vef Samherja .