Samherji hf. greiðir hæst opinber gjöld allra sjávarútvegsfyrirtækja á árinu 2012 samkvæmt upplýsingum um álögð gjöld frá ríkisskattstjóra. Samherja er gert að greiða rúma 1,7 milljarða króna í gjöld. HB Grandi kemur þar á eftir með 1,4 millijarða og Síldarvinnslan er í þriðja sæti með 1,3 milljarða.
Heildarálagning á lögaðila árið 2012 nemur rúmum 118 milljörðum. Þau gjöld sem hér um ræðir eru tryggingagjald, tekjuskattur , fjármagnstekjuskattur og fleiri gjöld og skattar. Ríkissjóður sjálfur greiðir hæstu gjöldin, eða 9,7 milljarða.
Á skrá ríkisskattstjóra yfir 50 gjaldahæstu lögaðilana árið 2012 eru 12 sjávarútvegsfyrirtæki sem greiða samtals 8,7 milljarða. Samherji er í 8. sæti á listanum og HB Grandi er í 11. sæti. Eftirtalin sjávarútvegsfyrirtæki er á lista ríkisskattstjóra yfir 50 gjaldahæstu lögaðila. Tölurnar eru í milljónum króna.
Samherji hf.
1.737
HB Grandi hf.
1.433
Sildarvinnslan hf.
1.333
Brim hf.
955
Ísfélag Vestmannaeyja hf.
941
FISK-Seafood hf.
508
Vinnslustöðin hf.
481
Eskja hf.
287
Þorbjörn hf.
285
Stálskip ehf
242
Huginn ehf.
241
Rammi hf.
229
Samtals
8.672