Samherji greiðir starfsfólki sínu í landi 450 þúsund króna launauppbót nú í desember til viðbótar umsaminni 74 þús. króna desemberuppbót. Upphæðin miðast við starfsmenn sem verið hafa í fullu starfi allt árið 2014. Samherji greiddi aukalega 61 þús. krónur í orlofsuppbót til starfsmanna í maí og greiðir fyrirtækið því á árinu rúma hálfa milljón til hvers starfsmanns umfram kjarasamninga.
Meðalmánaðarlaun starfsfólks í Eyjafirði eru um 410 þús. krónur miðað við fullt starf. Sú launauppbót sem greidd er á árinu samsvarar því rúmum einum mánaðarlaunum. Þeir sem njóta þessarar launauppbótar eru um 500 talsins.
Frá þessu er skýrt á vef Samherja.