Rannsókn Seðlabanka Íslands á karfaviðskiptum Samherja við dótturfyrirtæki sitt erlendis hefur verið send embætti Sérstaks saksóknara.
,,Það er léttir af þessum tíðindum og vonandi verður þetta til þess að málinu ljúki hið fyrsta,“ segja forsvarsmenn Samherja í bréfi til starfsmanna fyrirtækisins sem birt er á vef þess.
Þar segir ennfremur: ,,Augljóst er af þeim gögnum sem Seðlabanki Íslands hefur lagt fyrir dómstóla að bankinn hefur byggt málið á rangfærslum og vanþekkingu á rekstri Samherja hf. Vonast er til að þeir sem skoða málið hjá embætti Sérstaks saksóknara sýni meiri fagmennsku en yfirmenn og rannsakendur Seðlabanka Íslands hafa gert.“
Samherji hf. vekur athygli á því að á þeim 13 mánuðum sem liðnir eru frá því Seðlabanki Íslands hóf rannsókn á málinu, hafi enginn verið yfirheyrður og ekki hefur verið leitað neinna skýringa á þeim gögnum sem haldlögð voru í upphafi.
________________________________________