Norska síldarsamlagið seldi uppsjávarfisk fyrir 5,8 milljarða króna á síðasta ári (um 110 milljarða ISK). Hér er um samdrátt að ræða frá árinu 2012 sem stafar af minni kvótum í síld og lægra verði. Samdrátturinn nemur 1,1 milljarði.
Seld voru 1,2 milljónir tonna af uppsjávarfiski hjá síldarsamlaginu sem er 140 þúsund tonnum minna en árið 2013.
Um 385 þúsund tonn seldust af norsk-íslenskri síld fyrir tæpa tvo milljarða. Meðalverðið var 5,14 krónur á kíló (um 97 ISK), um einni krónu lægra en árið 2012.
Salan á makríl nam 241 þúsund tonni árið 2013 og verðmætið var 2,1 milljarður sem er svipað og var 2012. Meðalverð á makríl var 8,85 krónur á kíló (167 ISK) en var 7,99 krónur árið á undan.