Ríflega 61% samdráttur er milla ári í útflutningi á lýsi og fiskimjöli frá Perú fyrir tímabilið janúar til maí, að því er fram kemur á fis.com. Heildarútflutningur sjávarafurða jókst hins vegar á tímabilinu.
Í janúar til maí 2011 nam útflutningurinn 298.700 tonnum en á sama tíma 2012 hafði hann fallið í 102.600 tonn.
Verðmæti útfluttra fiskafurða frá Perú janúar til maí 2012 nam sem samsvarar 175 milljörðum íslenskra króna króna en var 153 milljarðar á sama tíma í fyrra.
Helstu kaupendur fiskafurða frá Perú eru Kína, Þýskaland, Japan, Víetnam og Síle.