Erfiðleikar á Nígeríumarkaði eru farnir að segja til sín í minni framleiðslu á hertum sjávarafurðum hér á landi og verðlækkun á vörunni.
Þetta kemur fram í nýjustu Fiskifréttum. Nígeríumarkaður er mikilvægur fyrir íslenskan sjávarútveg. Á árinu 2015 voru fluttar út héðan sjávarafurðir fyrir 13 milljarða króna til Nígeríu, aðallega hertar afurðir. Á síðustu fimm árum hafa Nígeríumenn keypt sjávarafurðir frá Íslandi fyrir 74 milljarða.
Vegna gjaldeyrisskorts er Nígeríumarkaður hálflokaður, tollar á skreið hafa hækkað og efnahagur í landinu er bágur. Framleiðsla á hertum fiski hér á landi hefur því minnkað um helming og verð hefur lækkað um 50-60%.
Sjá nánar í nýjustu Fiskifréttum.