Á fyrstu átta mánuðum ársins var landað um 4 milljónum tonna af fiski í Perú. Á sama tíma í fyrra var landaður afli um 5,7 milljónir tonna. Samdrátturinn er um 29%.
Á tímabilinu var landað 3,2 milljónum tonna af hráefni til vinnslu á fiskimjöli samanborið við 4,7 milljónir tonna árið 2011 sem er 32,3% samdráttur. Frá þessu er greint á vefnum fis.com