Nú stendur yfir tilraun þar sem nákvæmur samanburður gerður á þeim hitasveiflum, sem fiskafurðir verða fyrir við flutning frá Dalvík til Bremerhaven, með flugi annars vegar og skipi hins vegar, með það fyrir augum að kanna geymsluþol fisksins.
Hita- og rakastig gegnum flutningakeðjuna er kortlagt með 24 – 29 síritum utan og innan í kössum hverrar sendingar og fæst þannig heildstæð mynd af því hitaálagi, sem umbúðir verða að vera færar um að verja þessa dýrmætu vöru fyrir. Samfara þessu eru breytingar á gæðum metnar. Lagt verður mat á flutningskostnað og geymsluþol afurða og þær niðurstöður notaðar til að fá vísbendingar um kosti og galla hvors flutningsmáta.
Sjá nánar á vef Matís, HÉR