Opinbert lágmarsverð á þorski í Noregi var lækkað í vikunni sem leið og er nú 10,50 NOK fyrir kílóið af slægðum, hausuðum þorski. Sé þorskurinn umreiknaður í fisk upp úr sjó væri verðið um 7 NOK kílóið eða 158 ISK/kg.

Þetta er svipað hráefnisverð og fengist hefur fyrir síld á uppboðsmörkuðum í Noregi.

Fiskeribladet/Fiskaren vekur athygli á þessu í dag og segir að þetta sé í fyrsta sinn sem þessar tvær fisktegundir séu lagðar að jöfnu þegar borið er saman lágmarksverð  á þorski og uppboðsverð á síld.