Um liðna helgi kom flutningaskip á vegum Saltkaupa til Grindavíkur og landaði þar um tvö þúsund tonnum af salti.

„Við erum mjög ánægðir með það að Saltkaup skuli þjóna okkur á þennan hátt og koma með þetta mikla magn inn til Grindavíkur, sem er ekki sjálfsagt við þessar aðstæður. Í gamla daga var alltaf aðalmálið að veðja á hversu mikið myndi veiðast á komandi vertíð. Síðan var salt keypt inn eftir því mati. Það var vont að verða saltlaus á miðri vertíð ef hún varð betri en ráð var fyrir gert. Við erum ekki í ólíkri stöðu núna, þó að matið snúist ekki um veiðina heldur um þróun jarðhræringanna. Þess vegna er framtak Saltkaupa bæði þakkarvert og hjálplegt,“ segir Pétur Hafsteinn Pálsson, framkvæmdastjóri Vísis.

Að sögn Péturs þarf að nota um það bil eitt tonn af salti fyrir eitt tonn af saltfiski. „Þannig að þetta á að duga í tvö þúsund tonn af saltfiski sem eru þá fjögur þúsund tonn upp úr sjó. Þetta er því talsvert magn sem er komið.“

Lítur vel út í saltinu

Pétur segir Vísi taka hluta af saltinu beint og Saltkaup setji hinn hlutann á lager hjá sér. „Þetta er einfaldlega samvinnuverkefni saltfisksframleiðenda á staðnum og söluaðilans,“ segir hann.

Varðandi vinnsluna hjá Vísi segir Pétur að keyrt hafi verið á um það bil sextíu prósenta afköstum frá páskum og fram að sumarfríi. Bæði frystihúsið og salthúsið hafi verið í gangi síðan í apríl.

„Við erum að auka afköstin hægt og bítandi og stefnum að því að fara í full afköst á næstu vikum. Það lítur vel út á öllum mörkuðum í saltinu og því er talsverð áhersla á saltið þetta haustið.“

Pétur kveðst reikna með að Grindvíkingar hafi nú glugga að minnsta kosti fram í desember, jafnvel alveg fram að jólum, til að athafna sig í bænum.

Bærinn opni í skrefum

„Ég heyri ekki annað en að stjórnvöld og allir stefni að því að opna bæinn á næstu vikum í einhverjum skrefum. Við erum alltaf að læra betur og betur að lifa með þessu,“ segir Pétur. Hann bendir að hjá Vísi hafi frá páskum ekki verið stoppað nema sex daga út af gosinu. „Og fjórir af dögunum voru óþarfir út af rifrildi um rafmagn.“

Nú vonast Pétur til að það takist að opna Grindavík í skrefum. „Það telur mest með okkar rekstri og okkar starfsfólki að það geti gist í bænum með öruggum hætti áður en veðrin fara að versna, en stærsti hluti starafsfólks býr í Keflavík,“ segir hann. Þótt lögreglustjóri hafi ekki bannað gistingu þá hafi hann ekki mælt með því. Þess vegna hafi ekki verið boðið upp á það.

„Nú styttist hins vegar í að lokið verði við að girða af hættulegu svæðin og viðgerðir á helstu götum klárist. Þá ætti að vera hægt að leggja niður lokunarpóstana og leyfa Grindvíkingum að gista í bænum sínum, þó að einhver svæði verði lokuð um lengri tíma. Samhliða þessu ætti að skapast grundvöllur fyrir minni þjónustufyrirtækin að hefja starfsemina á ný.“

Allir hafi lært mikið

Mikil þekking hefur orðið til í kringum hamfarirnar og segir Pétur viðbrögðin í byrjun og síðan í hrinum sem á eftir komu vera tvennt ólíkt.

Ekki er skemma fyrir saltið í Grindavík og er það því geymt utandyra í þeim pokum sem það kemur í. Mynd/Jón Steinar
Ekki er skemma fyrir saltið í Grindavík og er það því geymt utandyra í þeim pokum sem það kemur í. Mynd/Jón Steinar

„Í upphafi var okkur haldið sautján daga frá starfseminni í öryggisskyni en þegar gaus síðast var það á fimmtudagskvöldi og það var fyrirtæki komið með leyfi til þess að vinna hérna á hádegi daginn eftir. Við hjá Vísi misstum bara þann eina föstudag og hófum við vinnslu aftur á mánudegi,“ segir Pétur. Allir hafi lært mikið á þessum umbrotatíma.

„Enginn myndi gera hlutina eins ef hægt væri að bakka í tíma. Það hefur tekist að halda trausti fólks á þeim viðbragðsáætlunum sem í gildi eru á svæðinu, bæði hjá fyrirtækjum og hinu opinbera enda allir lagt mikið upp úr því. Það gefur enginn afslátt á örygginu þar og þess vegna er fólk rólegt.“

Þarf að nýta gluggann

Nú telja Grindvíkingar sig sem sagt hafa nokkurt hlé áður en eldgos brýst út að nýju. „Þetta veit náttúrlega enginn en miðað við fyrri reynslu ætti að vera gluggi að minnsta kosti fram í desember og það þarf að nýta hann vel. Það er hægt að gera ýmislegt á þremur mánuðum ef menn eru kvikir,“ segir Pétur.

Það virðist því tekið að hýrna yfir Grindvíkingum. „Það er ákveðin bjartsýni í þessu núna – sem er vonandi byggð á raunsæi en ekki einhverri tálsýn. Fólk hefur trú á þessu og þess vegna koma allir í vinnuna sína aftur,“ segir framkvæmdastjóri Vísis.

Um liðna helgi kom flutningaskip á vegum Saltkaupa til Grindavíkur og landaði þar um tvö þúsund tonnum af salti.

„Við erum mjög ánægðir með það að Saltkaup skuli þjóna okkur á þennan hátt og koma með þetta mikla magn inn til Grindavíkur, sem er ekki sjálfsagt við þessar aðstæður. Í gamla daga var alltaf aðalmálið að veðja á hversu mikið myndi veiðast á komandi vertíð. Síðan var salt keypt inn eftir því mati. Það var vont að verða saltlaus á miðri vertíð ef hún varð betri en ráð var fyrir gert. Við erum ekki í ólíkri stöðu núna, þó að matið snúist ekki um veiðina heldur um þróun jarðhræringanna. Þess vegna er framtak Saltkaupa bæði þakkarvert og hjálplegt,“ segir Pétur Hafsteinn Pálsson, framkvæmdastjóri Vísis.

Að sögn Péturs þarf að nota um það bil eitt tonn af salti fyrir eitt tonn af saltfiski. „Þannig að þetta á að duga í tvö þúsund tonn af saltfiski sem eru þá fjögur þúsund tonn upp úr sjó. Þetta er því talsvert magn sem er komið.“

Lítur vel út í saltinu

Pétur segir Vísi taka hluta af saltinu beint og Saltkaup setji hinn hlutann á lager hjá sér. „Þetta er einfaldlega samvinnuverkefni saltfisksframleiðenda á staðnum og söluaðilans,“ segir hann.

Varðandi vinnsluna hjá Vísi segir Pétur að keyrt hafi verið á um það bil sextíu prósenta afköstum frá páskum og fram að sumarfríi. Bæði frystihúsið og salthúsið hafi verið í gangi síðan í apríl.

„Við erum að auka afköstin hægt og bítandi og stefnum að því að fara í full afköst á næstu vikum. Það lítur vel út á öllum mörkuðum í saltinu og því er talsverð áhersla á saltið þetta haustið.“

Pétur kveðst reikna með að Grindvíkingar hafi nú glugga að minnsta kosti fram í desember, jafnvel alveg fram að jólum, til að athafna sig í bænum.

Bærinn opni í skrefum

„Ég heyri ekki annað en að stjórnvöld og allir stefni að því að opna bæinn á næstu vikum í einhverjum skrefum. Við erum alltaf að læra betur og betur að lifa með þessu,“ segir Pétur. Hann bendir að hjá Vísi hafi frá páskum ekki verið stoppað nema sex daga út af gosinu. „Og fjórir af dögunum voru óþarfir út af rifrildi um rafmagn.“

Nú vonast Pétur til að það takist að opna Grindavík í skrefum. „Það telur mest með okkar rekstri og okkar starfsfólki að það geti gist í bænum með öruggum hætti áður en veðrin fara að versna, en stærsti hluti starafsfólks býr í Keflavík,“ segir hann. Þótt lögreglustjóri hafi ekki bannað gistingu þá hafi hann ekki mælt með því. Þess vegna hafi ekki verið boðið upp á það.

„Nú styttist hins vegar í að lokið verði við að girða af hættulegu svæðin og viðgerðir á helstu götum klárist. Þá ætti að vera hægt að leggja niður lokunarpóstana og leyfa Grindvíkingum að gista í bænum sínum, þó að einhver svæði verði lokuð um lengri tíma. Samhliða þessu ætti að skapast grundvöllur fyrir minni þjónustufyrirtækin að hefja starfsemina á ný.“

Allir hafi lært mikið

Mikil þekking hefur orðið til í kringum hamfarirnar og segir Pétur viðbrögðin í byrjun og síðan í hrinum sem á eftir komu vera tvennt ólíkt.

Ekki er skemma fyrir saltið í Grindavík og er það því geymt utandyra í þeim pokum sem það kemur í. Mynd/Jón Steinar
Ekki er skemma fyrir saltið í Grindavík og er það því geymt utandyra í þeim pokum sem það kemur í. Mynd/Jón Steinar

„Í upphafi var okkur haldið sautján daga frá starfseminni í öryggisskyni en þegar gaus síðast var það á fimmtudagskvöldi og það var fyrirtæki komið með leyfi til þess að vinna hérna á hádegi daginn eftir. Við hjá Vísi misstum bara þann eina föstudag og hófum við vinnslu aftur á mánudegi,“ segir Pétur. Allir hafi lært mikið á þessum umbrotatíma.

„Enginn myndi gera hlutina eins ef hægt væri að bakka í tíma. Það hefur tekist að halda trausti fólks á þeim viðbragðsáætlunum sem í gildi eru á svæðinu, bæði hjá fyrirtækjum og hinu opinbera enda allir lagt mikið upp úr því. Það gefur enginn afslátt á örygginu þar og þess vegna er fólk rólegt.“

Þarf að nýta gluggann

Nú telja Grindvíkingar sig sem sagt hafa nokkurt hlé áður en eldgos brýst út að nýju. „Þetta veit náttúrlega enginn en miðað við fyrri reynslu ætti að vera gluggi að minnsta kosti fram í desember og það þarf að nýta hann vel. Það er hægt að gera ýmislegt á þremur mánuðum ef menn eru kvikir,“ segir Pétur.

Það virðist því tekið að hýrna yfir Grindvíkingum. „Það er ákveðin bjartsýni í þessu núna – sem er vonandi byggð á raunsæi en ekki einhverri tálsýn. Fólk hefur trú á þessu og þess vegna koma allir í vinnuna sína aftur,“ segir framkvæmdastjóri Vísis.