Meira en þriðjungur af allri sölu á þurrkuðum saltfiski í Brasilíu fer fram dagana fyrir páskana. Norska sjávarafurðaráðið (Norges sjømatråd) var þá með umfangsmikið kynningarstarf í brasilískum verslunum.

Talsmaður  Norges sjømatråd segir að það sé tvennt sem Brasilíubúar óski sér helst um páskana: Saltfiskur og súkkulaðiðegg. Norðmenn láta sig reyndar súkkulaðiátið litlu varða en leggja þeim mun meiri áherslu á að saltfiskurinn sé norskur.

Í helstu borgum Brasilíu: Sao Paulo, Rio de Janeiro, Recife og Salvador hefur verið skipulagt kynningarátak þar sem 260 manns heimsækja 500 verslanir og reyna að telja brasilíska neytendur á að velja norskan saltfisk umfram annan saltfisk sem í boði er.