ff

Nýstárlegt tilraunaverkefni fer nú fram á vegum Matís og Íslenskra saltfiskframleiðenda þar sem dreifing salts og vatns í holdi saltfisks er skoðum með segulómtækni, að því er fram kemur í nýjustu Fiskifréttum.

„Segulómtæknin er notuð til að veita innsýn í uppbyggingu vöðvans og dreifingu vatns og salts um hann. Einn helsti kostur þessarar tækni er að hún hefur engin áhrif á sýnin og það er því nothæft eftir greininguna,“ segir Sigurjón Arason yfirverkfræðingur hjá Matís.

Sjá nánar í nýjustu Fiskifréttum sem koma út í dag.