Saltfiskmarkaðir erlendis hafa verið nokkuð stöðugir á árinu 2010. Þó urðu smávegis verðhækkanir í september, um 3-5%, í ljósi lítilla birgða í einstaka afurðaflokkum, að því er Bjarni Benediktsson, framkvæmdastjóri Iceland Seafood ehf., segir í samtali við Fiskifréttir.

Í hruninu lækkuðu saltfiskafurðir einna mest í erlendri mynt. Bjarni bendir á að saltfiskafurðir hafi einnig hækkað mest í uppganginum fyrir kreppu. Það þurfi því ekki að koma á óvart að þar verði fallið mest. ,,Þá er ljóst að efnahagsástandið er mjög erfitt í Suður-Evrópu og við finnum fyrir því að miklu erfiðara er að sækja verðhækkanir en áður,“ segir Bjarni.

Sjá nánar í nýjustu Fiskifréttum.