Það er ekki sama hvernig saltfiskurinn er hlutaður í sundur fyrir matreiðslu, að minnsta kosti ekki í Portúgal. Flestir stærri stórmarkaðir í landinu bjóða viðskiptavinum sínum, sem kaupa heilan saltfisk, upp á að skera hann í sundur eftir kúnstarinnar reglum. Mikilvægt þykir að nýta ólíka hluta fisksins á ólíkan máta. Meðfylgjandi mynd sýnir veggspjald úr stórmarkaðskeðjunni Continente sem gefur ráð um hvernig matreiða má saltfisk á átta mismunandi vegu.
Þetta kemur fram á vef Kystmagasinet.no í Noregi.